Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Akureyrar í gær, sunnudaginn 14. apríl. Um borð voru 1993 farþegar og 629 manna áhöfn. Skipið kom frá Hamburg, þaðan til Bretlands og loks til Reykjavíkur. Þá hafið skipið viðkomu á Ísafirði. Skipið er nú á leið til Noregs og aftur til Hamborgar.

Heldur færri skip koma til Akureyrar í sumar en í fyrra. Nú stefnir í að um 200 skip komi til Akureyrar á árinu en þau voru 209 í fyrra sem er fækkun um tæp 5% milli ára. Búist er við að 10 skip komi til Hríseyjar í ár(voru 11 í fyrra) og til Grímseyjar kemur 51 skip í ár en þau voru 42 í fyrra sem er aukning um rúm 20%.

Fyrsta skemmtiferðaskipið til Fjallabyggðar er væntanlegt 26. maí.