Síldarminjasafnið opnaði Síldarkaffi í Salthúsinu nú um verslunarmannahelgina. Fjöldi fólks lagði leið sína að kaffihúsinu og safninu um helgina. Í boði voru síldarréttir, smörrebröd og kökur.

Fyrstu hugmyndir um kaffihús á safnsvæði Síldarminjasafnsins eru orðnar ríflega 25 ára gamlar. Þetta verður frábær viðbót við flóruna á Siglufirði.

Það verður opið frá kl. 12 – 17 í dag, mánudag.

Ljósmyndir koma frá Síldarminjasafninu.