Fyrsta opna golfmótið á Siglógolf á Siglufirði verður haldið laugardaginn 4. ágúst næstkomandi.  Spilaðar verða 18 holur. Ræst af öllum teigum kl 10:00. Keppt í kvenna- og karlaflokki. Hámarksleikforgjöf karla er 24 og kvenna 28.  Verðlaun verða fyrir fyrstu 3 sætin í hvorum flokki. Nándarverðlaun á par 3 brautunum.  Dregið úr skorkortum í mótslok.  Mótsgjald 4.000 kr.
Skráning á rástíma er til að velja saman í holl, ræst verður af öllum teigum kl 10:00.
Einnig er hægt að skrá sig með því að senda póst á netfangið vefstjoriGKS@gmail.com eða með því að hringja í 660 1028 (Kári Arnar).
Aðeins þeir sem eru með löglega skráða forgjöf, samkvæmt forgjafarkerfi GSÍ, geta unnið til verðlauna í karla- eða kvennaflokki.
Skráningarfrestur er til kl 20:00 föstudaginn 3. ágúst.
Mynd: Héðinsfjörður.is