Bergmótaröð GKS á Siglufirði hófst síðastliðinn miðvikudag. Um er að ræða innanfélagsmót GKS þar sem 5 bestu mótin gilda til stiga. 18 kylfingar tóku þátt í þessu fyrsta móti og var keppt í punktakeppni og leiknar 9 holur. Það var Tómas Pétur Óskarsson sem sótti flesta punkta, eða 25 og var í 1. sæti. Óli Agnarsson var með 20 punkta og Jósefína Benediktsdóttir með 20 punkta.
Mótaröðin verður skipt upp í tvo flokka í sumar.
Punktakeppni með forgjöf
A flokkur: 0 til 28,0 í forgjöf
B flokkur: 28,1 til 54 í forgjöf
Kylfingar spila í sama flokk allt sumarið, ekki hægt að flakka á milli flokka í miðju sumri.
Forgjöfin sem kylfingur er með á fyrsta rauðkumóti stýrir því í hvaða flokki keppandi spilar í sumar.
Heildarúrslit í fyrsta móti: