Fyrsta æfing komandi vetrar fór fram í vikunni hjá Slökkviliði Fjallabyggðar þar sem slökkviliðsmenn æfðu tökin á nýjum körfubíl í Fjallabyggð.
Þá æfðu reykkafarar slökkvitækni með árásarlögn undir háum þrýstingi.
Hópurinn var að koma saman í fyrsta sinn eftir sumarleyfi en slökkviliðið fer þó aldrei í frí. Æfingar slökkviliðsins í vetur munu fara fram fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði fram á vor og skiptist jafnt á milli byggðarkjarnanna, Siglufjarðar og Ólafsfjarðar.
Þó nokkuð hefur verið að gera hjá slökkviliðinu það sem af er ári í hinum ýmsu verkefnum. Boðanir 1-1-2 til Slökkviliðs Fjallabyggðar í hin ýmsu mál, mis alvarleg, eru orðnar 26 það sem af er ári.
Myndir með frétt koma frá Slökkviliði Fjallabyggðar.