Fyrirtækjaþing Akureyrar fer fram í Menningarhúsinu Hofi fimmtudaginn 13. febrúar kl. 14:00-16:00. Leitað er að fjölbreyttum hópi fólks úr atvinnulífinu til að taka þátt í þinginu. Óskað er eftir þátttöku stjórnenda fyrirtækja af mismunandi stærðum og gerðum, úr öllum kimum atvinnulífsins.  Fyrirtækjaþing Akureyrar er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar og SSNE og er liður í undirbúningi nýrrar atvinnustefnu og aukinni markaðssókn sveitarfélagsins.

Hverjir eru helstu kostir og áskoranir við að reka fyrirtæki í Akureyrbæ, og hvar liggja framtíðartækifærin?

Við val á þátttakendum verður meðal annars horft til þess að fá fram mismunandi sjónarmið og að þingið endurspegli fjölbreytileika fólks, til dæmis með tilliti til atvinnugreina, bakgrunns og kyns.

Hámarksfjöldi þátttakenda takmarkast við 50 manns. Búast má við því að færri komist að en vilja. Skráningarfrestur til 6. febrúar.

Áhugasamir geta skráð sig með því að smella HÉR.