Fyrirtækjamót Tennis- og Badmintonfélags Siglufjarðar var haldið í síðasta mánuði í íþróttahúsinu á Siglufirði.
Mótið er haldið árlega og er mikilvægt félaginu þar sem fyrirtækin sem keppa styðja starf félagsins. TBS heldur úti öflugu unglingastarfi og fara keppendur félagsins reglulega á mót um land allt.
Í ár voru 37 fyrirtæki sem tóku þátt á mótinu en keppt í tvenndarleik þar sem annar keppandinn er frístundarspilari og hinn í elsta æfingahóp TBS.
Spila þurfti hátt í 40 leiki uns kom að úrslitaleiknum en það voru fyrirtækin SR Byggingarvöruverslun og Raffó sem spiluðu til úrslita. Kristófer Þór og Sebastían Amor spiluðu fyrir hönd SR Byggingarvöruverslun en Gerda og Marinó Örn fyrir hönd Raffó. Úrslitaleikurinn var æsispennandi og endaði með 21-18 sigri SR Byggingarvöruverslunar.
Fyrirtækin sem tóku þátt voru:
Hárgreiðslustofa Sillu, Sigló Sport, L7 verktakar, Vídeóval, Selvík, Torgið (Siglóveitingar), Aðalbakaríið, Kjörbúðin, Vex viðskipti, Snyrtistofa Hönnu, SR-byggingarvöruverslun, Nýverk, Marteinn Haraldsson, Premium, Genís, Spikk og Span, Minný ehf, Málaraverkstæðið, Tannlæknastofur Sella, Segull 67 Brugghús, Fiskbúð Fjallabyggðar, Hrímnir hár og skegg, KLM, Siglunes Guesthouse, Höldur ehf, Arion Banki, Rammi ehf, Byggingarfélagið Berg, JE verkstæði, Bás, Primex, SR vélaverkstæði, Raffó, Tunnan, Siglufjarðar Apótek, Fiskmarkaður Fjallabyggðar og Rammi skrifstofa.
Myndir: TBS