Á næstu dögum fer fram fyrirtækjamót í strandblaki á Strandblaksvellinum á Siglufirði. Fjölmörg fyrirtæki taka þátt í mótinu sem er liður í fjármögnun viðhalds vallarins. Sum fyrirtæki útnefna leikmenn til að spila fyrir sig á meðan það verður dregið úr blakspilurum hverjir spila fyrir önnur fyrirtæki.
Í kvöld, mánudaginn 30. maí ætla skipuleggjendur og blakarar að hittast kl. 20:00 á blakvellinum þar sem mótið verður skipulagt, dregið hverjir spila fyrir hvaða fyrirtæki og svo verður spilað smá strandblak.
Á morgun, þriðjudaginn 31. maí hefst svo mótið en það mun byrja kl 20:00 og verður spilað eitthvað fram eftir kvöldi.
Mótið mun svo klárast á miðvikudag en sigurfyrirtækið mun hljóta eignar- og farandsbikar.
Hvetjum bæjarbúa til að kíkja á völlinn og styðja sitt fyrirtæki og vilja aðstandendur mótsins nota tækifærið og þakka fyrirtækjum fyrir stuðninginn.
Með kveðju, Strandblaksnefnd

blak