Daníel Bergmann náttúruljósmyndari verður með fyrirlestur um bókina Fálkann í safnaðarheimili Siglufjarðarkirkju á þriðjudagskvöld kl. 20.00. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.

Um bókina:

Fálkinn er stærsti og glæsilegasti fulltrúi fálkaættarinnar. Hann er harðgerður ránfugl sem lifir nyrst á hjara veraldar og er háður rjúpunni sér til lífsviðurværis. Daníel Bergmann hefur fylgst með fálkum og ljósmyndað þá í náttúru Íslands í rúma tvo áratugi. Myndir hans í bókinni gefa innsýn í líf fálkans á öllum árstímum og þeim til stuðnings er margvíslegur fróðleikur og frásagnir.

Bókin er 140 blaðsíður, og fæst í Eymundsson og Forlaginu.

Gæti verið mynd af fugl, útivist og texti