Skotfélag Ólafsfjarðar ætlar að vera með fund og fyrirlestur fimmtudaginn 27. des 2012 kl. 15:00 í UÍF húsinu og eru allir velkomnir félagsmenn sem aðrir.
Það sem fyrirhugað er að taka fyrir á fundinum er Hreindýraskotprófin og hvernig bæta má riffilsvæðið. Emil Björnsson Hreindýraleiðsögumaður ætlar einnig að koma og vera með fyrirlestur um hreindýr og allt sem þeim við kemur.