Myndir: Torgið – aðsent.

Í gær var fyrsti opnunardagur veitingahússins Torgsins á Siglufirði á nýja staðnum í gula húsinu við höfnina þar sem Hannes Boy var áður til húsa. Fjölmenni var á Torginu þennan opnunardag sem var vel heppnaður og var fullt hús, bæði í hádeginu og um kvöldið.

Opnunartími Torgsins verður nær óbreyttur og verður opið allt árið í kring líkt og verið hefur.

Í hádeginu er vinsæla hlaðborðið áfram í boði og er opið frá klukkan 12-15.

Lokað er yfir daginn frá klukkan 15-17 alla virka daga, en opið á kvöldin frá klukkan 17-21.

Um helgar er opið frá klukkan 12-22.