Slökkvilið Fjallabyggðar stóð fyrir viðburði í gær á Síldarævintýrinu á Siglufirði, en Froðufjör hefur verið haldið undanfarin ár og vex sífellt í vinsældum, sérlega þegar gott er í veðri eins og var í gær. Krakkarnir þurfa aðeins að mæta með handklæði og góða skapið. Starfsmenn Slökkviliðsins sjá til þess að allt fari örugglega fram og nóg sé af froðu!
Myndir með fréttinni koma frá Slökkviliði Fjallabyggðar.