Opin vika verður í Íþróttamiðstöð Dalvíkur þann 17. til 22. október er fólki boðið að mæta í skipulagða þrek-, þol- og boltatíma án endurgjalds.
Mögulegt er að kaupa sér kort í framhaldinu, mánaðarkort á 7.500 kr. , þriggja mánaða á 20.000 kr., sex mánaða á 28.000 kr. og árskort á 45.000 kr. en þessi kort gildi einnig í rækt og sund. 50% fjölskylduafsláttur á árskortum.

Lagt er upp með þessa tímatöflu en áskilin réttur til að fella niður tíma ef mæting er slök.

  • Mánudagar
  • Kl. 06:20 – 07:20 Þrektími
  • Kl. 16:15-17:15 Þrektími
  • Þriðjudagar
    Kl. 17:15 – 18:15 Stangastuð
    K. 18:15-19:15 Boltatími
  • Miðvikudagar
    Kl. 06:20 – 07:20 Þrektími
    Kl:16-15-17:15 Þrektími
  • Fimmtudagar
    Kl. 17:15 – 18:15 Stangastuð
    Kl. 18:15-19:15 Boltatími
  • Föstudagar
    Kl. 06:20 – 07:20 Þrektími
  • Kl. 16:15-17:15 Þrektími
  • Laugardagar
    Kl. 10:10 – 11:10 Stangastuð

Stangastuð er markviss og fjölbreytt styrktarþjálfun sem fer þó aðallega fram með lóðum og stöngum. Í þrektímum eru fjölbreyttar þol- , þrek- og styrktaræfingar og Boltatímarnir eru rólegir tímar sem reyna á alla vöðvatíma.

ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN S: 466-3233