Frístundanefnd Fjallabyggðar leggur til að gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar breytist á þann hátt að hækkuð verði stök gjöld, en í stað verði umtalsverð lækkun á árskortum í sund sem mun nýtast heimafólki. Árskort í sund fyrir börn í Fjallabyggð verða því á aðeins kr. 2.000. Þá hefur verið lagt til í hagræðingarskyni að lokað verður í Ólafsfirði á laugardögum og á sunnudögum á Siglufirði í vetur.
Breytingarnar eru eftirfarandi:
- Sund – fullorðnir Var Verður
- stakt gjald fullorðnir 400 500
- 10 miða kort 3.000 2.000
- 30 miða kort 7.500 6.000
- Árskort 20.000 15.000
- Hjónakort 30.000 25.000
- Sund – börn 10-15 ára
- Stakt gjald 200 250
- 10 miða kort 1.500 1.000
- 30 miða kort 3.500 2.000
- Árskort 8.000 2.000
- Sundföt, handkl. og sturta 400 500
Eldri borgarar og Öryrkjar borga barnagjald í sund.
Tækjasalur
- Stakt gjald 1.000 1.200
- 6 mánaða kort 20.000 25.000
- 20 sk.kort 16.000
- Ljósalampi 800 1.000