Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði er að verða 5 ára núna um helgina og verður því fagnað með dagskrá að hætti hússins. Á föstudag verður lifandi tónlist frá kl. 16-17 og ýmis tilboð og leikir í gangi. Á laugardag verða léttar veitingar í boði hússins meðan birgðir endast. Á sunnudag verður lifandi tónlist frá kl. 13-14 og frítt heitt súkkulaði meðan birgðir endast. Nánari upplýsingar er hægt að finna á fésbókarsíðu staðarins.

Opnunartíminn er fimmtudaga-sunnudaga frá kl. 13-18.

Kaffihús Fríðu er einn af þessum stöðum sem lífga uppá þennan part bæjarins á Siglufirði og ferðamönnum finnst nauðsynlegt að heimasækja. Molarnir og heita súkkulaði er löngu orðið landsfrægt og óhætt að mæla með.

Fríða heldur úti heimasíðu og þar er hægt að panta ýmsar vörur frá henni.