Föstudaginn 7. október kl. 20:00 verður haustverkefni Freyvangsleikhússins 2011 frumsýnt. Að þessu sinni er um að ræða einþáttungahátíð þar sem 9 stuttverk eftir 8 höfunda verða frumflutt. Miðaverð er kr. 1.500,- og hægt er að panta miða á Freyvangur.net og í síma 857 5598.

Boðssýning fyrir sveitungum  í Eyjafjarðarsveit verður á 3. sýningu kl. 20:00 föstudaginn 14. október endurgjaldslaust. Þeir sem vilja þiggja þetta boð eru vinsamlega beðnir um að panta miða fyrirfram þar sem húsið tekur bara ákveðið marga áhorfendur.
Stefnt er að því að sýna út október. Barinn og sjoppan eru opin meðan á sýningum stendur.