Við höldum áfram að kynnast leikmönnum Knattspyrnufélags Fjallabyggðar í gegnum nokkrar viðtalsspurningar sem þeir svöruðu. Næsta viðtal er við ungan leikmann KF sem spilar sem miðjumaður og hefur spilað upp yngri flokkana hjá félaginu. Síðustu tvö ár hefur hann verið viðloðandi meistaraflokk KF og leikið nokkra leiki í Lengjubikarnum og Kjarnafæðismótinu.
Nafn, aldur, atvinna og búseta.
Vítor Vieira Thomas, 17 ára og bý á Ólafsfirði.
Leikstaða(Vörn/Miðja/sókn)
Ég er miðjumaður.
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leik?
Það er mikilvægt að borða rétt, hreinsa hugann, hlusta á tónlist og einbeita mér.
Hvað æfir þú oft í viku?
Ég æfi sex daga í viku, frí og endurheimt daginn eftir leik.
Hver er mikilvægasti leikmaður KF?
Erfitt að segja núna en það kemur í ljós í sumar.
Hver er hraðasti leikmaður KF ?
Björgvin Daði.
Hver er grófasti leikmaður KF ?
Allan daginn Björgvin Daði.
Hvaða persónulega markmið hefur þú fyrir leiki sumarsins?
Það er að sjálfsögðu vinna alla leiki sama hvað og gera mitt besta.
Hvaða fyrirmynd hefur þú í fótboltanum?
Pelé því hann var fullkominn leikmaður.
Hvað þarf liðið að gera til þess að komast aftur í 2. deild?
Þurfum allir að vinna saman. Ef allir gera sína vinnu rétt og leggjum okkur 100% fram þá verðum við í góðri stöðu.