Jakob Auðun Sindrason KF – 2018

Jakob Auðun Sindrason er ungur varnarmaður hjá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar. Við höfðum samband skömmu fyrir Íslandsmótið og heyrðum í nokkrum leikmönnum KF.  Jakob Auðun verður nú kynntur til sögunnar. Jakob verður 21 árs í sumar og er búsettur á Siglufirði. Hann gekk í Menntaskólann á Tröllaskaga og vinnur nú á Sambýlinu í Fjallabyggð. Jakob lék upp yngri flokkana með KF og fékk leikmannasamning við KF árið 2013. Hann hefur átt fast sæti í KF liðinu síðustu tvö tímabil, og leikið 43 leiki í deild- og bikarleikjum fyrir meistaraflokk KF.  Jakob var liðinu mikilvægur á síðasta tímabili og skoraði 4 mörk í 16 leikjum. Árið 2015 lék hann 20 leiki og gerði 2 mörk. Sigurhlutfall Jakobs í meistraflokksleikjum með KF er 30% eða 13 sigrar, 8 jafntefli og 22 töp. Fyrsti meistaraflokksleikurinn hans Jakobs kom á Kjarnafæðismótinu árið 2014, en þá lék hann nokkra leiki um vorið með meistaraflokki, og var þá á 17 ári. Jakob er á samningi út þetta ár hjá KF.

Viðtal við leikmenn Knattspyrnufélags Fjallabyggðar

Nafn, aldur, atvinna og búseta.
– Jakob Auðun Sindrason,- 20 ára,- vinn á sambýlinu í Fjallabyggð og er búsettur á Siglufirði.
 
 
 
Leikstaða(Vörn/Miðja/sókn)
– Vörn.
 
 
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leik?
-Það er voða basic held ég, sofa vel, borða vel, og svo þegar maður mætir í klefann þá hlustar maður á sína tónlist sem kemur manni í gírinn.
 
Hvað æfir þú oft í viku?
– Alltof oft.
 
 
Hver er mikilvægasti leikmaður KF?
– Ekki Hákon, ég held að Kristófer Andri verði alveg geggjaður og skori yfir 10 mörk á tímabilinu. 
 
 
Hver er hraðasti leikmaður KF ?
– Ég, Grétar Áki og Björgvin Daði erum alveg ógeðslega jafnir.
 
 
Hver er grófasti leikmaður KF ?
– Björgvin Daði hann er alveg klikkaður
 
 
Hvaða persónulega markmið hefur þú fyrir leiki sumarsins?
– Hjálpa liðinu eins mikið og ég get og leggja mig 100% fram. 
 
 
Hvaða fyrirmynd hefur þú í fótboltanum?
– Jack Wilshere, ég gjörsamlega dýrka hann.
 
 
Hvað þarf liðið að gera til þess að komast aftur í 2. deild?
– Ná meiri stöðuleika í okkar leik og hafa alveg 100% trú á því að við getum farið upp um deild.
 
Hvaða þrjú lið eru líklegt til að berjast á toppi 3. deildar í ár? 
– Erfitt að segja, en ef ég á að giska þá held ég að KFG, Vængir Júpíters og að sjálfsögðu KF verða að berjast um titilinn í ár.