Grétar Áki Bergsson KF – 2017

Við höldum áfram að kynnast leikmönnum Knattspyrnufélags Fjallabyggðar. Grétar Áki er ungur sóknarmaður liðsins sem hefur spilað 54 leiki og skorað 4 mörk, þarf af tvö í Borgunarbikarsleik gegn Tindastóli sem fram fór í apríl síðastliðinn. Hann hefur verið viðloðandi meistaraflokk KF síðan árið 2012 og leikið upp yngriflokkana hjá liðinu. Hann spilaði 24 leiki í deild og bikar á síðasta ári og var fastamaður í liðinu. Árið 2015 lék hann 13 leiki í deild og bikar.

Nafn, aldur, atvinna og búseta.
Grétar Áki Bergsson, verð 21 árs í júní og bý á Ólafsfirði.

Leikstaða(Vörn/Miðja/sókn)
Sókn.

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leik?
Úff það er svo mikið. Fyrst og fremst að borða og hvíla sig vel daginn fyrir leik en síðan reyni ég alltaf að vakna í geggjuðu skapi og borða vel á leikdegi.

Hvað æfir þú oft í viku?
Ég reyni að æfa 8-10 sinnum í viku.

Hver er mikilvægasti leikmaður KF?
Einn fyrir alla og allir fyrir einn, allir mikilvægir.

Hver er hraðasti leikmaður KF ?
Allavega ekki Baldvin (sleði). Einhverjir eiga eftir að segja Björgvin en ég verð að segja að það sé ég.

Hver er grófasti leikmaður KF ?
Létt spurning, Örn Elí.

Hvaða persónulega markmið hefur þú fyrir leiki sumarsins?
Hjálpa liðinu eins mikið og ég get til að ná í sem flest stig.

Hvaða fyrirmynd hefur þú í fótboltanum?
Ronaldinho og svo auðvitað besti leikmaður allra tíma Cristiano Ronaldo.

Hvað þarf liðið að gera til þess að komast aftur í 2. deild?
Hafa trú á verkefninu og taka bara einn leik í einu.