Fréttavefurinn Feykir hefur nú hafið tilraunaverkefni þar sem stuttir þættir um mannlíf og menningu í Skagafirði verða gerð góð skil. Það er Stefán Friðrik Friðriksson sem sér um upptökur og klippingu. Verkefnið er kallað Feykir-TV og verður starfrækt fram að áramótum en ef vel tekst til mun það væntanlega halda áfram enda mikilvæg viðbót í menningar- og mannlíf íbúa svæðisins.
Fyrsta verkefnið er komið á netið og er hægt að sjá það hér.