Skíðasvæðið í Skarðsdal mun ekki opna núna um helgina eins og gert var ráð fyrir vegna snjóleysis. Of lítill snjór er á neðsta svæðinu og á T-lyftusvæði. Þá standa grjót víða upp úr og því óöruggt að skíða á þeim svæðum.

Einnig er engri snjókomu spáð í Fjallabyggð í langtímaveðurspá til 15. nóvember en hiti verður á bilinu 3-7 °, líklegt er að opnun frestist um einhverja daga eða vikur.

Fylgist með á Héðinsfjörður.is eða á heimasíðu Skíðasvæðis í Skarðsdal.