Hvað er framundan í desember í Ólafsfirði? Nú þegar styttist í desembermánuð er rétt að skoða hvað hefur verið þegar auglýst í fyrir íbúa Ólafsfjarðar.
Kveikt á Jólatré 2. desember:
Kveikt verður á Jólatré við menningarhúsið Tjarnarborg í Ólafsfirði laugardaginn 2. desember kl. 16:00.
Pubquiz á Kaffi Klöru
Jólamarkaður 2. desember:
Hinn árlegi jólamarkaður Tjarnarborgar verður haldinn laugardaginn 2. desember frá kl. 13:00 – 16:00.
Þeir sem hafa hug á því að fá borð eða panta jólahús vinsamlegast hafi samband við Ástu í síma 853 8020 eða á netfangið astas@fjallabyggd.is.
Jólakvöld 8. desember:
Hið árlega jólakvöld í miðbæ Ólafsfjarðar verður föstudaginn 8. desember n.k. og hefst kl. 19:30.
Allar upplýsingar í síma 8452737 eða hejs1964@gmail.com, m.a. vegna pöntunar á jólasöluhúsi eða bás.
Jólaplatti og Jólakvöld á Kaffi Klöru
Villibráðarkvöld Kaffi Klöru 15.-16 Desember
Borðapantanir fyrir Villibráðarkvöld Kaffi Klöru.