Nú er hafin forpöntun á nýju Siglfirsku jólaskrauti sem hjónin Kristján L. Möller og Oddný H. Jóhannsdóttir hafa látið hanna og framleiða.
Þeim hjónum hefur lengi langað að láta framleiða Siglfirskt jólaskraut þar sem helsta kennileiti bæjarins, Siglufjarðarkirkja, fengi að njóta sín. Þessi hugmynd þeirra er nú að verða að veruleika og í framleiðslu. Eins og myndirnar sýna er skrautið mjög vel heppnað en það var hannað af Siglfirðingnum Jóni Ingiberg Jónsteinssyni. Áætlað er að hægt verði að afhenta pantanir í byrjun desember.
Jólaskrautið er 10 cm í þvermál, gyllt og fer einkar vel hvort sem er á jólatré, í glugga eða á öðrum stöðum sem henta.
Hjónin gefa Siglufjarðarkirkju alla framleiðsluna og fer þar með allt söluandvirðið beint til kirkjunnar.  Söluandvirðið er ætlað til að sinna nauðsynlegu viðhaldi á Siglufjarðarkirkju, m.a. málningu utanhúss.
Gerð hefur verið einföld skráningarsíða þar sem hægt er að forpanta þetta glæsilega jólaskraut.  Stykkið kostar aðeins 4.000 kr. og greiðist við afhendingu, sem áætluð er í byrjun desember.
Skráning fer fram hér: https://forms.office.com/r/b8Y2tNVaJL