Framkvæmdir hafa verið miklar hjá Golfklúbbi Akureyrar á undanförnum árum  á Jaðarsvelli.  Þær hafa eðliega valdið talsverðu raski og eru margir orðnir langeygir eftir því að þeim ljúki.  En síðasta stóra framkvæmda árið er í ár.  Þegar því er lokið tekur við venjubundin umhirða og viðhaldsverkefni eftir því sem aðstæður kalla á hverju sinni.

Árið 2004 hófust framkvæmdir við breytingar á Jaðarsvelli, sem hannaðar hafa verið af Edwin Rögnvaldssyni golfvallarhönnuði.  Flatir og teigar hafa verið endurgerðir, auk ýmissa annara breytinga sem allar miða að því að Jaðarsvöllur verði áfram í fremstu röð meðal íslenskra golfvalla.

aefingaflatir 16-hola-low

Myndir: www.gagolf.is