Í tilkynningu frá Grunnskóla Fjallabyggðar á Ólafsfirði segir að framkvæmdir við Tjarnarstíg séu nú komnar á fullt skrið og ætti umsvif þeirra ekki að fara fram hjá neinum. Foreldrar eru beðnir um að brýna það fyrir börnum sínum að fara varlega í kringum öll þau tæki og tól sem eru á vinnusvæðinu og skólalóðinni. Þrátt fyrir að vinnusvæðið sé vel afgirt er alltaf gott að fara varlega.

Nýjar myndir frá framkvæmdum má sjá hér.