Fjallabyggð hefur gert framkvæmdaáætlun um að ljúka uppsetningu stoðvirkja ofan við byggðina á Siglufirði, á árabilinu 2012 til 2020, og hefur fyrsti hluti þessarar áætlunar verið samþykktur af Ofanflóðasjóði með fyrirvara um fjárveitingu á fjárlögum.
Fyrirhugað er að aðal framkvæmdir á Siglufirði hefjist vorið 2013, en á þessu ári verði unnin sú undirbúningsvinna, sem er forsenda þess að unnt verði að hefja vinnu við stoðvirkin strax þegar snjóa leysir vorið 2013.

Skipulagsstofnun hefur bent á, að áður en framkvæmdaleyfi er gefið út fyrir bráðabirgðavegi að stoðvirkjasvæði í Fífladölum, þarf að leita eftir meðmælum Skipulagsstofnunar samkvæmt 1. tölulið ákvæða til bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010.
Bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur farið fram á meðmæli Skipulagsstofnunar vegna framkvæmdaleyfis fyrir lagningu á bráðabirgðavegi að stoðvirkjasvæði í Fífladölum á Siglufirði.