Framundan eru framkvæmdir á Kvíabekkjarkirkju í Ólafsfirði en hollvinir kirkjunnar hafa nú þegar lagt til gjafir, styrki og vinnu fyrir síðustu framkvæmdum.  Vonast er til að fleiri skrá sig í félagið og greiði árgjald.
Næstu framkvæmdir sem stefnt er að fara í er að klæða kirkjuna að utan í þessum mánuði en nýlega hafa verið settir nýir gluggar í kirkjuna. Þá er stefnt að því að fara í þakvinnu á næsta ári ef fjármunir verða til fyrir því verkefni. Félagið fer aðeins í þær framkvæmdir sem fjarmagn nær yfir hverju sinni.
Reikningur Hollvinafélags Kvíabekkjarkirkju  er: 0348-13-400007
Kt. 661120-1850