Mánudaginn 6. september verður Eyþór Björnsson framkvæmdastjóri SSNE til viðtals í Ólafsfirði frá kl. 9:00 -13:00.
Þeir sem vilja bóka fund eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið eythor@ssne.is.
SSNE opnaði nýlega í fyrsta sinn starfsstöð á Tröllaskaga, nánar tiltekið á Ólafsvegi 4, Ólafsfirði. Starfsstöðin var formlega opnuð 18. ágúst og voru viðstaddir bæjarstjórar og bæjarfulltrúar Dalvíkur- og Fjallabyggðar auk starfsfólks og stjórnarformanns SSNE. Starfsstöðin á Tröllaskaga er samstarfsverkefni SSNE, Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar.
Nýráðinn verkefnastjóri er Anna Lind Björnsdóttir. Anna Lind er við á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 9:00-15:00 og á föstudögum 9:00-14:00.
Anna er einnig með viðveru á Dalvík einu sinni í viku í Ráðhúsinu á þriðjudögum frá kl. 9:00-15:00. Hægt er að hafa samband við Önnu á annalind@ssne.is