Spegill fortíðar-silfur framtíðar – næsti fræðslufundur Íslenska Vitafélagsins

Síldin hefur verið kölluð silfur hafsins og gull Íslands, enda gjörbreytti hún flestu sem hægt var að breyta.

Á fræðslukvöldi Íslenska vitafélagsins – félags um íslenska strandmenningu sem ber yfirskriftina Spegill fortíðar – silfur framtíðar, mun Steinar J.
Lúðvíksson, rithöfundur fjalla um síldina – út frá því sjónarhorni hvaða þjóðfélagslega þýðingu síldveiðarnar höfðu á Íslandi frá því að þær hófust á seinni hlutu 19. aldar og fram yfir þann tíma sem hrunið mikla varð á árunum
1967 – 1968. Hvaða áhrif síldveiðarnar höfðu á búsetu í landinu og urðu m.a.
til þess að vistabandið hélt ekki lengur. Hvernig síldveiðarnar gjörbreyttu öllu viðskiptaumhverfi almennings þar sem farið var að greiða verkalaun í peningum. Hvaða áhrif miklar sveiflur í síldveiðunum frá ári til árs höfðu á afkomu almennings. Fjallað verður um búferlaflutninga til og frá „síldarstöðunum”, hvaða áhrif síldveiðarnar og síldarvinnslan hafði á verkalýðsbaráttuna á Íslandi og kannski síðast en ekki síst þau áhrif sem síldveiðarnar höfðu á tæknikunnáttu Íslendinga, t.d. veiðarfæragerð og notkun nýs veiðibúnaðar.

Síðan segir dr. Sigrún Klara Hannesdóttir frá því hvaða áhrif síldarvinnslan á sjötta og sjöunda áratugi síðustu aldar hafði á síldarstelpurnar á Austfjörðum.  Talsvert hefur verið skrifað um síldina og áhrif síldarinnar á samfélög og efnahag þeirra þorpa og bæja sem mest tóku á móti síldinni.
Síldarstúlkan brosir á forsíðu bóka enda myndrænt tákn um allan hamaganginn.
En hvernig var að vera síldarstelpa á þessum árum? Í þessum fyrirlestri er sagt frá þremur árum við söltun og tveimur árum í mjölverksmiðju á Seyðisfirði á árunum 1958-1962.

Staður og stund: Víkin-sjóminjasafn, Grandagarði, Reykjavík.
Miðvikudaginn 11. janúar klukkan 20:00.

Texti: Aðsent.