Sjómannadagshelgin í Ólafsfirði hófst í gær með leirdúfuskotmóti sjómanna og golfmóti. Um kvöldið skemmti hinn frábæri Pétur Jóhann með uppistandi í Tjarnarborg.
Í dag verður þétt dagskrá fyrir alla fjölskylduna, en dorgveiðikeppni er við höfnina fyrir börnin og í hádeginu verður kappróður sjómanna. Keppt verður um Alfreðsstöngina í tímaþraut og trukkadrætti. Sjómenn og Landmenn mætast í knattleik á Ólafsfjarðarvelli síðdegis í dag. Í kvöld er svo útiskemmtun með Ástarpungunum við Tjarnarborg.
Á morgun sunnudag verður skrúðganga að Ólafsfjarðarkirkju frá hafnarvog og hátíðarmessa þar sem sjómenn verða heiðraðir. Fjölskylduskemmtun verður við Tjarnarborg auk kaffisölu.
Á sunnudagskvöld er svo Árshátíð sjómanna í íþróttahúsinu þar sem Auddi og Steindi stýra veislunni. Páll Óskar og Bríet ásamt fleirum koma fram og um nóttina verður Pallaball.