Um síðustu helgi fór fram Unglingameistaramót TBR í Reykjavík og mættu um 140 keppendur til leiks, þar af fjöldi frá Færeyjum. Fimm keppendur frá TBS tóku þátt á mótinu og stóðu sig ótrúlega vel.
Sebastían og Erik frá BH enduðu í 2. sæti í tvíliðaleik og Sebastían tapaði í undanúrslitum í einliðaleik í U15.
Marínó Örn gerði sér lítið fyrir og varð þrefaldur meistari, þar sem hann sigraði tvíliðaleikinn með Sigga frá BH og tvenndarleikinn með Kamillu Maddý.
Kamilla Maddý og Alda Máney sigruðu tvíliðaleikinn og þær urðu í 1. og 2.sæti í aukaflokk í einliðaleik.
Adríana Diljá stóð sig mjög vel en hún spilaði tvíliða- og tvenndarleik með tvíburunum frá BH, þeim Lilju og Kára.
Björgvin Bjarkan var á svæðinu og fékk að bætast inn í vinamóti yngstu iðkenda TBR og Færeyinga á laugardeginum þar sem spilaðar voru nokkrar hrinur og allir fengu verðlaunapening í lokin.
Næsta mót er Unglingamót Aftureldingar sem er 15.-16.febrúar og stefnir í að það verði fjölmenni frá TBS á því móti.