Síldarævintýri heldur áfram í dag á Siglufirði með fjölbreyttri dagskrá.  Meðal annars leiðsögn með Sóta Summits um Siglufjörð. Hoppukastali verður í miðbænum. Danni Pétur og Eva Karlotta verða með lifandi tónlist í miðbænum. Viðburður verður á Ljóðasetrinu. Skipulögð ganga með leiðsögn upp í Hvanneyrarskál. Brugghúskynning hjá Segli 67 og Sushi Majó í heimsókn. Fjöldasöngur verður á Aðalgötunni með Tryggva og Júlla ásamt Guðmanni.

Dansleikur með Ástarpungunum á Rauðku í kvöld og nótt.

Eitthvað fyrir alla. Góða skemmtun.