Leitað er  eftir kraftmiklum og áhugasömum forstöðumanni til að leiða stofnunina.

Forstöðumaður sér um flokkun og skráningar safngagna, daglegan rekstur, starfsmannamál, skipulag og umsýslu. Hann er jafnframt umsjónarmaður Listasafns Fjallabyggðar og sér um upplýsingamiðstöð ferðamála á Siglufirði sem staðsett er í bókasafni. Starfsstöðvar bóka- og héraðsskjalasafns eru á Siglufirði og Ólafsfirði.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun í bókasafns- og upplýsingafræðum skilyrði
  • Reynsla í starfi æskileg
  • Leiðtogahæfileikar og færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, skipulagshæfileikar og metnaður í starfi
  • Góð kunnátta í íslensku auk kunnáttu í öðru tungumáli
  • Góð tölvukunnátta
  • Bílpróf

 

Ráðið er í stöðuna frá og með 1. janúar 2013.
Umsókn skal fylgja yfirlit um nám og störf og berast til Karítasar Skarphéðinsdóttur Neff, fræðslu- og menningarfulltrúa, Ólafsvegi 4, Ólafsfirði.
Umsóknarfrestur er til 21.des. nk.
Tengiliðir: Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri, sigurður@fjallabyggd.is,  s. 464 9100 og Karítas Skarphéðinsdóttir Neff, fræðslu- og menningarfulltrúi, karitas@fjallabyggd.is, s. 464 9100.