Framkvæmdir við Ungó, samkomuhús á Dalvík, er á þriggja ára áætlun sveitarfélagsins að endurgera húsið að utan. Skömmu fyrir áramót fékk sveitarfélagið tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að ákveðið hefði verið að veita 10 milljóna króna styrk til að endurnýja glugga í Ungó í upprunalega gerð.

Í s.l. ár var skipt um þak yfir sal og sviði ásamt því að allar raflagnir í lofti verða endurnýjaðar. Þá var lofthæðin í salnum hækkuð en það gerir það að verkum að mun betra verður að koma fyrir allri lýsingu á sviðinu.

Ungó er byggt árið 1930 sem íþrótta- og samkomuhús og vígt 1. desember sama ár. Ungmennafélagið byggði húsið og dregur það nafn sitt af því. Frá upphafi hefur fjölbreytt starfsemi farið fram innan veggja hússins. Það var lengst af allsherjar samkomuhús og það hefur frá upphafi verið leikhús, en Leikfélag Dalvíkur hefur haldið sýningar þar undanfarin ár.  Ungó er hluti af menningaminjum sveitarfélagsins.

Ungo Ungo-Dalvikurbio-1-Dalvik
Myndir: www.dalvik.is