Fornleifarannsóknir á vegum Byggðasafns Skagfirðinga hafa leitt í ljós að fornir kirkjugarðar eru allvíða í firðinum. Grafreitir hafa fundist sem engar heimildir eru um en eru jafnvel í sléttuðum túnum við byggð.
Í nokkur sumur hafa fornleifafræðingar við Skagfirsku kirkjurannsóknina staðsett um fimmtán forna grafreiti í Skagafirðinum, flesta frá frumkristni. Guðný Zoega hjá fornleifadeild byggðasafnsins áætlar að slíkir garðar hafi verið á allflestum stórum bæjum á svæðinu.
„Þetta eru þær leifar sem gefa okkur ákaflega miklar vísbendingar um fólk, hvernig það lifði, hvernig það dó, hvað það borðaði og hvernig umhverfi þess var og annað slíkt. Þannig að þetta eru bestu heimildarnar sem við höfum um líf fólks en það er ótrúlegt á hversu mörgum stöðum við getum fundið einhverjar leifar af þessu.“
Guðný segir að víða séu grafreitirnir í sléttuðum túnum og sjái ekkert eftir af þeim. Þó megi sjá af þeim beinaleifum sem eru í jörðinni að mikið hafi verið lagt upp úr greftrun manna á fyrstu árum eftir kristnitöku og ljóst að grafreitirnar hafi verið töluverð mannvirki.
„En það eru einhverjar leikreglur um leið og kristni verður að almennri trú og við sjáum að margir þessir garða eru æði gamli og teknir í notkun strax eftir kristnitökuna þannig að ég myndi segja að við séum að bæta heilmiklu við sögu sem annars var óþekkt,“ segir Guðný.
Rúv.is greinir frá.