Forgangsröðun í samgöngumálum næstu fjögur árin í Þingeyjasveit hefur verið rædd og samþykkt i nefnd.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar leggur til að lokið verði þeim vegaframkvæmdum sem eru á framkvæmdaáætlun, s.s. Vaðlaheiðargöngum, Bárðardalsvegi vestri (Sprengisandsleið) og Staðarbraut.

Afar brýnt að malarvegir innansveitar sem eru í óviðunandi ástandi verði lagðir bundnu slitlagi, s.s. Útkinnarvegur, Sandsvegur og Norður Fnjóskadalur.

Eins er löngu tímabært að í stað einbreiðra brúa yfir Skjálfandafljót, á þjóðvegi 85 og þjóðvegi 1, verði endurnýjaðar.

Einnig er brýn þörf á úrbótum í fjarskiptum víða í sveitarfélaginu.