Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók í dag þátt í vígslu nýrrar brúar yfir Jökulsá á Sólheimasandi. Með tilkomu brúarinnar fækkar einbreiðum brúm enn frekar og eru núna 31 á öllu landinu.

Eitt af forgangsmarkmiðum samgönguáætlunar er að útrýma einbreiðum brúm á Hringveginum.

Fyrir fjórum árum voru 37 brýr á Hringveginum einbreiðar, nú eru þær 31. Og það er ekkert lát á framkvæmdum. Sigurður Ingi er vongóður um að það takist að fækka þeim niður í 29 strax fyrir árslok því það stendur til að opna nýjar brýr á Hverfisfljóti og Núpsvötnum síðar á árinu.

Þá eru ótaldar þrjár einbreiðar brýr sem munu færast utan Hringvegarins þegar umferð yfir nýja brú um Hornafjarðarfljót verður hleypt yfir.