Foreldrar og ömmur og afar skíðabarna hjá Skíðafélagi Siglufjarðar Skíðaborg, voru mætt kl. 4:00 í nótt til að baka yfir 1250 pönsur fyrir fyrirtæki sem höfðu pantað til að bjóða starfsfólki uppá sólarkaffi í dag.
Næturvaktin hjá þessu frábæra fólki gekk vel og voru pönsurnar tilbúnar kl. 8:00 í morgun. Um 20 manns tóku þátt í þessu verkefni félagsins.
Það var ræs kl.04:00 hjá SSS í morgun til að baka 1254 pönnukökur fyrir fyrirtæki sem ætla að bjóða starfsfólki sínu uppá sólarkaffi á sjálfan sólardaginn.
Sveitarfélagið lánaði eldhús grunnskólans á Siglufirði í verkefnið og Kjörbúðin aðstoðaði hópinn við magninnkaup í verkið.