Foreldrafélag Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit stóð fyrir sinni árlegu bollusölu um helgina. Bollusalan er stærsta fjáröflunin hjá foreldrafélaginu. Hringt er í íbúa skólasvæðisins og teknar niður pantanir, foreldrar koma svo saman og útbúa bollur sem eru síðan keyrðar heim til kaupenda.
Eftir margra ára reynslu eru foreldrarnir eins og vel smurð vél og afköstin slík að það tók aðeins um þrjár og hálfa klukkustund að útbúa hátt í 700 bollur og keyra út.