Mynd: Héðinsfjörður.is

Rauðkumótaröðin fór fram í gær á Siglógolf á Siglufirði og var það mót númer 8 af 10. Fyrrum formaður GKS fór 6. braut á holu í höggi og var þetta í fyrsta sinn sem þetta gerist frá því völlurinn opnaði. Ingvar Kristinn Hreinsson sló þetta draumahögg með P-wedges kylfu. Lýsingin frá þeim sem voru í hollinu er á þann veg að þá sveif kúlan aðeins til hægri og lenti kúlan u.þ.b 1 metra frá stöng og rúllaði beinustu leið í holu og heyrðist vel í stönginni þegar kúlan fór ofan í og mikil fagnaðarlæti brutust út í ráshópnum. Ingvar endaði mótið með 14 punkta.

Í Rauðkumótaröðinni þá gilda 5 bestu mótin til úrslita. Fyrirkomulagið er punktakeppni. Sextán kylfingar tóku þátt að þessu sinni.

Úrslit mótsins:
1. Salmann Árnason = 22 punktar
2. Hulda Magnúsardóttir = 20 punktar
3. Sævar Kárason = 18 punktar

Mynd: GKS / Aðsend