Jón Halldórsson félagi í Golfklúbbi Akureyrar, gerði sér lítið fyrir og sló draumahöggið á 14. holu í gær á Jaðarsvelli en hann fór holu í höggi með 7. tré.
Jón er þessa dagana að undirbúa sig fyrir Hjóna- og parakeppni Icelandair og GA sem hefst á föstudaginn og mun höggið gefa honum byr undir báða vængi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá GA ásamt mynd.