Í dag munu viðbragðsaðilar í Eyjafirði í samstarfi við ISAVIA halda flugslysaæfingu á Akureyrarflugvelli og hefst hún kl. 14:00 og tekur hún um tvær klukkustundir.
Í tengslum við æfinguna má því sjá mikið af viðbragðsaðilum á ferðinni um götur Akureyrar sem og á flugvallarsvæðinu, en það er ekkert að óttast.
Nú undanfarna daga hafa viðbragðsaðilar verið í ýmiskonar fræðslu sem tengist verkefnum sem þessum og ávallt er nauðsynlegt að skerpa á þessum hlutum svo að samstarfið verði sem best þegar á reynir þolendum í hag.
Þá var í gær haldin skrifborðsæfing þar sem þeir aðilar sem koma að skipulagi og stjórnun af einhverju tagi fóru í gegnum ferlið þegar verkefni sem þessi koma upp.