Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði hafa opnað fyrir flugeldasöluna í ár. Þetta er ein stærsta fjáröflun allra björgunarsveita á Íslandi og því miklvægt samfélaginu að styðja við söluna. Einnig er hægt að versla flugelda á netinu hjá Strákum í ár á heimasíðunni hjá þeim. Kíkið við hjá Strákum og styrkið gott málefni.
Opnunartími flugeldasölu Stráka við Tjarnargötu á Siglufirði er eftirfarandi:
  • Miðvikudagur 28. des: 18 – 20
  • Fimmtudagur 29. des: 18 – 21
  • Föstudagur 30. des: 13 – 22
  • Gamlársdagur 31. des: 10 – 15
  • Þrettándinn 6. jan 2023: 15 – 18