Það er góð dagskrá framundan í Menningarhúsinu Berg á Dalvík. KK og Magnús Eiríksson halda tónleika föstudaginn 23. september klukkan 20:30 og verða miðar seldir við innganginn.

Kóngurinn Bubbi Morthens mun svo halda tónleika viku síðar eða 30. september í Berg Menningarhúsi. Tónleikarnir munu hefjast kl. 20:30. Miðaverð er 2500 krónur og er hægt að kaupa miða á miði.is hér.