Þrjár býsna ólíkar en stórskemmtilegar og vinsælar sýningar verða í gangi hjá Leikfélagi Akureyrar á næstu vikum og um páskana þegar fjöldi landsmanna leggur leið sína til bæjarins. Þetta eru sjóræningjaleikritið Gulleyjan, Saga þjóðar með Hundi í óskilum og Afinn með Sigurði Sigurjónssyni í aðalhlutverki sem sýndur verður skömmu eftir páska.

Miðasala og frekari upplýsingar um sýningar á www.leikfelag.is og í síma 4600200.