Kirkjustígur 9 á Siglufirði – fallegt og mikið uppgert einbýli, hæð kjallari og ris á góðum útýnisstað – samtals 162,2fm.

  • Kjallari – 60fm og skiptist í sjónvarpshol, svefnrými og baðherbergi.
  • Hæð – 62,6fm og skiptist í forstofu, hol, stofu og eldhús.
  • Ris – 39,6fm og skiptist í hol, þrjú svefnherbergi og salerni.

Hér er um að ræða fallegt og virðulegt hús sem hefur verið haganlega uppgert hin síðari ár.

  • Forstofan er með flísum á gólfi og góðum fataskáp.
  • Stofan er með beykiparketi á gólfi og úr henni er útgangur á svalir til austurs.
  • Eldhúsið er með beykiparketi á gólfi og þar er dökk eldri innrétting.

Svefnherbergin eru þrjú í risinu, öll með beykiparketi á gólfum en í kjallaranum er einni gott svefnrými útfrá sjónvarpsholi með innbyggðu rúmi. Út úr einu herbergjanna er útgangur á svalir til austurs.

Baðherbergin eru tvö. Í risi er snyrtilegt salerni, flísar á gólfi, málaður panell á veggjum og halogenlýsing. Í kjallara er aðalbaðherbergið, flísalagt og með bæði baðkari og góðri sturtu.

Þvottahús og geymsla er í kjallaranum, þar eru flísar á gólfi og útgangur í garð.

Garðurinn er snyrtilegur og hefur verið unnið töluvert í honum í sumar. Góður nýr hellulagður pallur er vestan við húsið og við aðalinnganginn, gönguleið niður með húsinu að sunnanverðu sem og fyrir framan húsið.

Húsið er einingarhús sem flutt var inn frá Svíþjóð af John Vedin, sænskum síldarspekúlant. Húsið var sett saman og reist á Siglufirði árið 1914 og hefur verið mikið endurbætt síðustu misserin. Húsið stendur á fallegum stað við Kirkjustíginn með miklu útsýni, sérstaklega af svölunum sem setja mikinn svip á húsið.

754_1 754_15 754_5
Nánar á fasteignasölunni Hvammi.