Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætti Hetti/Huginn á Fellavelli í dag á Fljótsdalshéraði í Lengjubikarnum.  Höttur/Huginn var án stiga eftir tap gegn KFA í fyrstu umferð en KF var með eitt stig eftir jafntefli gegn Völsungi.

KF byrjaði leikinn ágætlega og skoruðu snemma í fyrri hálfleik, en Jón Frímann Kjartansson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir KF og var þetta hans fyrsta mark í KSÍ leik með KF í meistaraflokki.

Heimamenn þurftu aðeins fimm mínútur til að jafna leikinn Bjarki Helgason skoraði á 18. mínútu og var staðan orðin 1-1.

Aftur liðu aðeins fimm mínútur og Höttur/Huginn komst nú yfir á 23. mínútu og voru komnir í góða stöðu, 2-1.

Heimamenn leiddu í hálfleik og gerðu svo fjórar skiptingar um miðjan síðari hálfleik og létu ferska menn inná.

Þjálfari KF beið með allar skiptingar þar til á 71. mínútu þegar markaskorari leiksins kom útaf fyrir Einar Inga Óskarsson.

KF gerðu hvað þeir gátu til að koma inn jöfnunarmarki, en það voru heimamenn sem settu sitt þriðja mark á 85. mínútu og komust í 3-1.

KF gerði aðra skiptingu þegar Helgi Már Þorvaldsson kom inná fyrir Rúnar Frey Egilsson.

Lokatölur 3-1 fyrir heimamenn.