Dalvík/Reynir mætti Hetti/Huginn á Dalvíkurvelli í gær í Lengjubikarnum.  Dalvík gat með sigri komist í næst efsta sæti riðilsins og Höttur/Huginn gat einnig styrkt stöðuna sína þar með sigri.

Áki Sölvason kom Dalvík yfir strax á 5. mínútu en gestirnir voru fljótir að svara og jafna leikinn í 1-1 á 9. mínútu.

Höttur/Huginn komst svo yfir á 13. mínútu og var staðan orðin 1-2 og fjörug byrjun á leiknum.

Staðan var 1-2 í hálfleik en strax í upphafi síðari hálfleiks skoraði Höttur/Huginn aftur og var staðan orðin 1-3.

Tómas Þórðarson minnkaði muninn fyrir Dalvík á 70. mínútu og var aftur komin spenna í leikinn í stöðunni 2-3.

Þrátt fyrir fjórar skiptingar í seinni hálfleik þá tókst heimamönnum ekki að jafna og vann Höttur/Huginn því leikinn 2-3.