Tilboð hafa verið opnuð hjá Fjallabyggð í snjómokstur fyrir tímabilið 2023-2026. Fyrirkomulag útboðsins var þannig að verktakar skiluðu inn einingarverðum í tímavinnu þeirra vinnuvéla sem þeir bjóða til verksins. Fjórir verktakar skiluðu inn tilboðum til Fjallabyggðar.

Einn verktaki bauð í verkefni á Siglufirði og þrír í verkefni í Ólafsfirði.

Lagt hefur verið til að samið verið við alla verktakana sem skiluðu inn tilboð til Fjallabyggðar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar mun taka endanlega ákvörðun í málinu.