Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur hafið sitt fjórða starfsár. Um 180 nemendur eru skráir í skólann sem er vel umfram væntingar sem gerðar voru fyrir stofnun skólans. Nemendur í dagskóla eru tæplega 140 en 40 eru í fjarnámi. Nemendur skólans eru frá Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð en nokkrir koma lengra frá. Um 20 starfsmenn eru við skólann en sumir eru í hlutastarfi.

Nýjungar í skólastarfi eru m.a. frjálsíþróttaakademía, fjallamennska og útivist. Þá verður hægt að fá þjálfun í klettaklifri og æfa sig á brimbretti. Er það líklega eini framhaldsskólinn á landinu sem bíður upp á það.

mtr
Ljósmynd: Ragnar Magnússon, fyrir Héðinsfjörður.is